KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Raddir fólksins

nú vitum við amk hvernig sjöllum leið þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri...

Þetta eru ekki útstrikanir hjá Sigmundi Davíð. Þetta eru auðvitað undirstrikanir.

„Hvað er í matinn í kvöld elskan?“
„England!“

Það er með skattaskjólin eins og blessuð börnin. 
Stundum eru þau bara slys, alveg óplönuð og óvart. Sumir jafnvel eiga þau út um allt án þess að hafa hugmynd um það.

Ég hef aldrei séð neinn mann jafn lélegan að ganga út úr viðtali og Sigmundur Davíð. Getur þessi maður ekki gert neitt rétt?

Sigmundur er orðinn heimsfrægur - og vel að því kominn!

En hvernig veit maður hvort kona manns er hrægammur eða ekki?
Ég held að það eina sem maður gæti gert er að kaupa sviðahaus og setja á góðan felustað í betri stofunni heima. Þegar hann byrjar að rotna almennilega þá ætti konan, ef hún er hrægammur, að renna á lyktina.

Ég treysti engum betur til að tuska til hrægamma með aflandsfélög en Sigmundi Davíð. Hann er maðurinn sem getur gripið þá í bólinu.

Guð hvað ég vona að einhver banki hafi ekki óvart skráð mig eiganda að einhverju milljarðafyrirtæki á Tortólu.

Ekki skrýtið að doktorinn neyðist til að búa á niðurníddu eyðibýli. Allir peningar fjölskyldunnar eru geymdir erlendis og hann á ekki íslenskar krónur.

Pages