KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Heildsalar hafa verið að reikna verð hjá sér vitlaust

„Við höfum svona verið að slumpa þetta í gegnum áratugina. Höfum ekki verið að stressa okkur yfir einhverju svo léttvægu eins og verðlagi. Við erum náttúrulega ekki að borga þetta.“

„Heyriði á ég að segja ykkur svolítið fyndið? Við höfum verið að reikna aðeins vitlaust seinustu áratugi og í raun getum við haft verðin hjá okkur töluvert lægri. Haha, við vorum bara að fatta það núna fyrir tilviljun. Tengist komu Costco ekki neitt,“ segir Friðrik Halldórsson, heildsali og einn stærsti innflytjandi landsins.

Stærstu heildsalar og matvælaframleiðendur landsins voru að átta sig á því að þeir hafa verið að reikna vöruverð hjá sér vitlaust. Fyrir mistök hafa þeir verið að tvöfalda allt hjá sér og hyggjast leiðrétta það núna.

„Það er algjör tilviljun að þetta uppgötvast núna. Við óttumst Costco ekki neitt sko,“ segir hann sannfærandi.