KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Söfnuðu fyrir svikamyllu á Kickstarter

Svikamyllan getur fræðilega séð framleitt nóg rafmagn ef helstu lögmálum eðlisfræðinnar er sleppt.

Tveir bræður, þeir Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, hafa þróað sérstaka svikamyllu sem nú er til sölu í gegnum vefsíðuna Kickstarter. Bræðurnir og hurð í þeirra eigu voru í Kastljósi á dögunum þar sem þeir fóru yfir verkefnið án þess þó að gefa mikið upp.

Þeir hafa safnað talsverðu fé á vefsíðunni Kickstarter áður vegna tveggja verkefna á þeirra vegum. Fyrst var það batterí sem hægt var að festa við poka og svo rafmagnssnúra. Þeirra þriðja verkefni á Kickstarter, svikamyllan, eru nokkrar lakkaðar spítur sem snúast í hringi og getur hún framleitt nægilegt rafmagn ef þotuhreyfill er gangsettur fyrir framan hana.

Svikamyllan brýtur nokkur lögmál eðlisfræðinnar þannig að hún er töluvert tæknilegt afrek. 

Bræðurnir og hurð í þeirra eigu voru í Kastljósviðtali. Hurðin sá aðallega um að tala.