KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Þingmaður hélt loforð í heila viku

Ásmundur er maður orða sinna, allavega í viku.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og „mikill baráttumaður fyrir bættari kjörum aldraðra og öryrkja“, setti í gær nýtt Íslandsmet í þvi að halda loforð þegar hann hélt út í viku áður en hann sveik aldraða og öryrkja aftur.

Ásmundur er formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum og óhætt er að segja að hann er verri en enginn. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja hækkanir afturvirkt til aldraðra og öryrkja en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Sagði hann á Facebook-síðu sinni að hann væri mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með og hann ætlaði að styðja þessa tillögu næst þegar hún væri borin upp. 

Síðan leið vika, sem er gríðarlega langur tími í pólitík, en þá hélt Ásmundur ekki lengur út og sveik loforð sitt.

Aldrei áður hefur þingmaður náð að halda loforð til kjósenda sinna í svona langan tíma. Venjulega líða aðeins tveir, þrír dagar áður en þingmaður svíkur það sem hann sagði og má því vika teljast þrekvirki hjá Ásmundi.