KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Stóðust fíkniefnapróf og misstu skiprúmið

Það ákveður enginn allsgáður maður að verða sjómaður.

„Menn sem geta verið edrú og allsgáðir í þessu vanþakkláta skítadjobbi..., það bara hlýtur að vera eitthvað að þeim," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir stóðust lyfjapróf.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf og að þeir muni falla á þeim.

Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. „Ég hef ekkert að gera með einhverja edrúpésa um borð í þessum leku ryðdöllum okkar í hvaða veðri sem er. Menn þurfa að vera almennilega deyfðir og ekki með sjálfum sér til að láta bjóða sér sjómennsku í dag,“ segir Sigurgeir Brynjar. Nokkrir af þeim sem sagt var upp fyrir að standast lyfjaprófið leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu.

Sumir þeirra sem stóðust lyfjaprófið rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns Jötuns, fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg," bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri og geti því séð á mönnum hvort þeir séu fyllibyttur og dópistar.

„Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn án áhrifa fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér."