KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Snjóhús að fara á 30 milljónir

Mörg snjóhús eru í nýbyggingu þessa dagana enda eftirspurn mikil.

Dæmi eru um að snjóhús í miðbænum upp á örfáa fermetra séu að seljast á 30 milljónir. Formaður félags fasteignasala segir alls engin merki samt um fasteignabólu.

Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent yfir síðustu tólf mánuði, en hækkunartaktur íbúðarverðs hefur ekki verið hraðari síðan í upphafi árs 2008. Margir uppátækjasamir Íslendingar hafa séð tækifærin í nýföllnum snjónum og hafið byggingu á snjóhúsum á bílastæðum og í bakgörðum sem fara beint í sölu.

Formaður félags fasteignasala hefur ekki áhyggjur af fjölda snjóhúsa sem nú eru á fasteignamarkaði og segir að kaup á snjóhúsi vera góð kaup.

„Það er ekkert að fara að hlýna neitt strax. Fólk getur fjárfest í snjóhúsi, beðið í nokkra daga á meðan fasteignaverð hækkar og svo selt það einhverjum bjána áður en það bráðnar. Í raun gilda um snjóhúsin sömu lögmál og aðrar fasteignir,“ segir hann.