KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Vill skattleggja hamingjuna

Skúli Eggert ríkisskattstjóri lifir spennandi lífi.

Ríkisskattstjóri segir það sjálfsagt að þeir sem séu hamingjusamir borgi hærri skatta. Hann vill að þingmenn taki það til skoðunar að setja á sérstakan gleðiskatt sem þeir fáu einstaklingar sem í raun og veru eru hamingjusamir myndu þá greiða með glöðu geði.

„Ég held að það sé tvímælalaust ein af þeim breytingum sem við þurfum að setja í lög, eða skoða hvernig við getum gert, til þess að koma böndum á þessa óþolandi gleði og jákvæðni sem einkennir suma einstaklinga. Í raun og veru er hægt að skattleggja hamingjusamt fólk þangað til það er orðið óhamingjusamt eins og við hin,“ segir hann.