KVENNABLA&Eth;I&Eth;

„Heldum að við ætluðum að hætta fúski en svo finnum við upp eitthvað ofurfúsk“

Allir þrír meðlimir grasrótar flokksins eru fúlir. „Það er fúsklykt af þessu.“

„Við erum vægast sagt æf út í þingmenn flokksins. Við héldum að stefnan væri að minnka fúskið í stjórnmálum en svo finnum við allt í einu bara upp einhverskonar "ofurfúsk" og förum að vinna þannig,“ segir Grímur Guðjónsson, einn þriggja meðlima grasrótar Bjartrar framtíðar við fréttastofu í gær.

Tveir fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar sögðu sig ú flokknum í gær. Þeir Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir. Ástæðu þess sögðu þau þó ekki vera að flokkurinn eigi í ástarsambandi við Viðreisn og ætli sér að tryggja Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi völd, heldur sé það bara algjör tilviljun. 

„Mér líður bara eins og ég hafi verið hafður að fífli,“ segir Grímur og heldur áfram. „Okkur kjósendum Bjartrar framtíðar líður eins og við höfum keypt miða á hljómsveitina HAM í góðri trú en svo þegar við mætum á tónleikana kemur í ljós að hljómsveitin hefur sameinast Lúðrasveit Kópavogs og ætlar eingöngu að spila gamaldags þjóðlagatónlist,“ segir hann dapur í bragði.