KVENNABLA&Eth;I&Eth;

27 milljarðar horfnir - „Je dúddamía“ segir forstjóri Icelandair Group

„Ég er viss um að það var hér allt í gær.“

„Obbosí, Je dúddamía“ sagði Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group við fréttastofu þegar ljóst var að hlutabréf í félaginu féllu um 24 prósent í verði og 27 milljarðar gufuðu upp á einu andartaki eins og kosningaloforð Bjartrar Framtíðar.

„Þessir milljarðar voru hérna bara í gær, ég get svarið það. Ég var með þetta hérna fyrir framan mig. Nú eru þeir horfnir,“ segir Björgólfur hissa og ætlar að athuga hvort skúringakonan hafi nokkuð hent þeim.

„En það er óþarfi að æsa sig. Þessir horfnu 27 milljarðar eru aðallega í eigu lífeyrissjóðanna. Þeir eru vanir að tapa peningum,“ segir hann hughreystandi að lokum.