KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Misstu af landsleiknum útaf 42 ára gömlu máli

Ekki reyndist íslenska ríkinu nóg að eyðileggja líf Sævars heldur varð það einnig að eyðileggja landsleikinn fyrir mönnunum sem vistaðir voru í fangaklefa á meðan.

Tveir menn misstu af landsleik Íslands og Portúgal vegna þess að verið var að yfirheyra þá um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Mennirnir hafa kært lögregluna og fara fram á háar skaðabætur.

Tveir menn voru í gærmorgun handteknir og færðir til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn setts saksóknara á hvarfi og mögulega morði Guðmundar Einarssonar árið 1974. Handtakan varð til þess að mennirnir misstu af landsleiknum og voru þá eiginlega einu Íslendingarnir sem ekki sáu leikinn í gær.
 
Lögfræðingar mannanna segja það „réttarhneyksli“ að handtaka menn á leikdag og þá út af 42 ára gömlu máli. „Það man enginn hvar hann var eða hvað hann var að gera fyrir 42 árum síðan,“ segir Gunnar Eggertsson, lögmaður annars mannsins. „En þeir munu muna hvar þeir voru þegar Ísland gerði jafntefli við Portúgal á EM alla ævi. - Í fangaklefa.“

Hvorki Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, né Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, vildu tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.