KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Starfsmenn Íslenskrar getspár hlutu fangelsisdóm

Lottó er ein tegund af fjárhættuspili.

Fimm karl­menn og ein kona sem ákærð voru fyr­ir að hafa rekið gríðarlega umfangsmikið peningaspil voru dæmd í tólf og níu mánaða skil­orðsbundið fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. Hinir ákærðu eru framkvæmdastjórar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélag Íslands og Öryrkjabandalagsins. Aðrir voru starfsmenn Íslenskrar getspá sem fjárhættuspilin voru rekin undir.

Með orðinu peningaspil er átt við hvers kyns spil þar sem peningar eru lagðir undir eða greiða þarf fyrir þátttöku og tilviljun ræður að einhverju eða öllu leyti til um niðurstöðuna. Það er síðan breytilegt og oft ekki gagnsætt hversu stór þáttur tilviljun er í niðurstöðu mismunandi tegunda peningaspila. En lottó, happdrætti, spilakassar, hlutabréfamarkaður, póker og veðreiðar er allt saman peningaspil þar sem fólk leggur fjárhæðir í hættu og líkurnar eru alltaf „húsinu“ í vil. Á íslensku er þetta stundum kallað svind.

Fólkið sem hlaut dóma í dag er sagt hafa verið í for­svari fyr­ir fjárhættuspilafyrirtækið Íslensk getspá sem stundað hefur spilavíti og fjárhættuspil um langt skeið. 

Áður en lög­regl­an lét til skar­ar skríða gegn starf­sem­inni hafði hún fengið staðfest­ar upp­lýs­ing­ar um að starfseminn hefði verið op­inn alla daga vik­unn­ar og spilað væri nánast allan sólahringinn. Einnig hafði lög­regla upp­lýs­ing­ar um að tölu­verðar fjár­hæðir hefðu verið í um­ferð hverju sinni og hæstu vinningar getað skipt tugum milljóna. Einn sak­born­inga upp­lýsti lög­reglu um það í skýrslu­tök­um að allt að 30 þúsund manns hafi verið virkir spilarar í gegnum félagið.