KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Maðurinn sem eyðilagði öll samskipti látinn

Sjá þennan glottandi ófriðarsegg. Ógeðslega ánægður með að uppfinning hans sé að eyðileggja allt og truflandi alla með sínu helvítis kjaftæði og spammi.

Maðurinn sem eyðilagði ánæguleg samskipti manna á milli að mestu er loksins látinn, 74 ára að aldri. Bandaríkjamaðurinn Roy Tomlinson, sem fann upp aðferð til að ónáða annað fólk með skipulögðum hætti, hratt og örugglega, lést á laugardaginn.
 
Ray fann upp það sem við í dag köllum tölvupóst. Ógeðslegt verkfæri sem á að spara tíma en gerir það alls ekki því hann leggst á sálina í manni og sogar úr manni allan kraft og sköpunargleði með sínum endalausum áminningum, Viagra-auglýsingum og hjálparbeiðnum frá góðhjörtuðum nígerískum lögfræðingum sem leggja allt sitt í að finna uppi erfingja látinna auðmanna sem af einhverjum ástæðum heita íslenskum nöfnum.
 
Uppfinning Tomlinsons hefur haft gríðarleg áhrif á samskipti mannkyns alls. Og það til hins verra. Bréfskriftir heyra sögunni til, stafsetning líka og rusl og þvaður getur nú borist manna á milli með svo miklum hraða að enginn hefur tíma til að sinna neinu því fleiri hundruð tölvupóstar um ekki neitt bíða manns í inn hólfinu.
 
Fréttastofan ætlar að taka alla ólesna tölvupósta hjá sér í dag og henda beint í ruslið til að heiðra minningu þessa mikla meistara sem nú er fallinn frá.