KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Sér vissulega fram á bjarta framtíð með 2,3 milljónir á mánuði

„Peningar eru fyrir mér eins og flóttamenn. Þeim er velkomið að búa á bankareikningnum mínum.“

„Hvern hefði grunað að baráttan gegn fúski væri svona arðvænleg?“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar. Hún fær greitt fyrir tvö full störf sem kjörinn fulltrúi og er svo í einhverri skemmtilegri stjórn sem gefur líka ágætlega. Hún ætlar að draga úr, en halda áfram sem bæjarfulltrúi samhliða starfi þingmanns.

„Framtíðin er vissulega björt hjá mér. Með því að sinna þingmennskunni með hálfkæringi næ ég að vanrækja bæjarstjórnarstarfið en fá samt borgað fyrir bæði. Það hljóta allir að hafa skilning á því að fólk sem berst gegn fúski þurfi að vera á góðum launum. Annars er hætta á að kjörnir fulltrúar leiðist út í fúsk sjálf,“ segir Theodóra.

„Ég var að sjálfsögðu búin að kynna mér þetta áður og þetta er ekkert sem ég er að finna upp. Gunnar Birgisson gerði þetta líka og þá er þetta í lagi.“