KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að staðan á húsnæðismarkaði reddist einhvern veginn

„Við gerum þetta bara eins og hagsýna húsmóðirin. Keyrum áfram í bullandi afneitun og á vænum skammti af róandi.“

„Við höfum mjög skýra framtíðarsýn í málaflokknum og sérstakri aðgerðaráætlun verður hrint fljótlega í framkvæmd varðandi stöðuna á húsnæðismarkaðnum,“ segir Benedikt Jóhannsson, frændi forsætisráðherra og fjármálaráðherra sjálfur.

„Hún byggist á því að halda að sér höndum, gera ekki neitt og horfa upp á þetta reddast af sjálfsdáðum. Nokkurn veginn skothelt plan að við höldum,“ heldur hann áfram og segir ríkisstjórnina hafa alla bestu fasteignabraskara landsins sem ráðgjafa.

„Við tökum bara hagsýnu húsmóðurina á þetta. Pössum að allt sé flott og fínt á yfirborðinu þó heimilislífið sé allt í klessu og allir óhamingjusamir.“