KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Hælisleitandi fékk mannúðlega meðferð

Í vetur var reynt að taka hitann af gistiheimili hælisleitenda í Reykjanesbæ en einhverjir afskiptasamir einstaklingar gáfu þá hælisleitendunum úlpur.

Svo virðist sem 23 ára hælisleitandi frá Nígeríu hafi fengið mannúðlega meðferð í íslenska réttarkerfinu en hann var engu að síður sendur úr landi í vikunni sem leið. Er þetta í annað skipti á nokkrum árum sem hælisleitandi fær mannúðlega meðferð hér. 

Afar sjaldgæft er að komið sé vel fram við fólk sem flýr hingað undan ofsóknum í heimalandi sínu en að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins sem fréttastofa ræddi við í kvöld kemur það þó fyrir.

„Auðvitað reynum við að virða alþjóðlega samninga og gera dvöl þessara einstaklinga hér eins niðurlægjandi og hægt er. En hælisleitendum hefur fjölgað gífurlega á seinustu árum og því getur komið fyrir að komið sé fram við slíkan einstakling eins og manneskju.“

Þeir sem þekkja til málaflokksins segja helsta vanda innanríkisráðuneytisins vera þann að inn á milli starfsmanna ráðuneytisins leynist fólk með sómakennd sem reyni að gera eitthvað fyrir hælisleitendur. Vegna fjárskorts er hinsvegar erfitt fyrir stofnunina að sinna eftirliti og tryggja það að komið sé illa fram við alla.