KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Borgun búin að borga sig upp

Fljótlegasta leiðin til að hagnast á Íslandi er að fá einhvern ættingja forsætisráðherra til að ættleiða þig.

Kortafærslur almennings munu á næstu dögum hafa greitt lánsömum ættingjum forsætisráðherra til baka að fullu og meira til, þá upphæð sem fyrirtæki þeirra borgaði Landsbankanum á sínum tíma fyrir greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun.

Landsbankinn verandi í eigu almennings tapaði þar gulleggjaverpandi hænu í algjörlega lokuðu söluferli sem enginn fékk veður af nema hagsmunaaðilar. 

Borgun var seld á þvílíku gjafavirði að það tók snillingana og frændur forsætisráðherra aðeins tvö ár að hagnast um kaupverðið. Salan á Borgun er einhver rausnarlegasta gjöf til ættingja sem vitað eru um á landinu síðastliðin ár.

Á morgun stendur til á aðalfundi Borgunar að greiða hluthöfum út 4,7 milljarða í arð. Gengið er út frá því að allir samþykki það himinlifandi og einróma. Þannig munu þeir sem fengu þessa rausnarlegu gjöf hafa grætt stórkostlega umfram það klink sem þeir borguðu til málamyndunar á sínum tíma.

Næst á dagskrá er síðan einkavinavæðing bankanna og miðað við spennuna og stemmninguna á síðasta fjölskylduhitting hjá forsætisráðherra er ljóst að ættingjarnir búast við verulega arðsömu ári í ár.