KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Fundu risavaxið svarthol í veski konu

Svartholið virðist nærast á launum konunnar.

Stjörnufræðingar hafa fundið risavaxið svarthol, það næststærsta sem fundist hefur í sögunni. 

Það er hinsvegar staðsett í veskinu hjá konu sem búsett er á Seltjarnarnesi og það veldur miklum heilabrotum meðal stjarnfræðinganna. Svartholið sést greinilega í hvert skipti sem konan fær útborgað en þá gleypir það laun konunnar samstundis. Í kjölfarið fara furðulegir hlutir að birtast í fórum hennar, nýjir skór, kjólar, hvítvínsflöskur og allskonar ljótar styttur og glerskálar í dýrari kantinum.
 
Þetta svarthol er með massa sem er 17 milljörðum sinnum þyngri en sólin og raunar er það svo stórt að það væri aðeins nokkra daga að gleypa lottóvinning.
 
Eiginmaður konunnar sagði blaðamanni að hann væri fyrir löngu búinn að sætta sig við að lifa í nánd við svartholið en konan væri samt sem áður alltaf jafn hissa hver mánaðarmót.