KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Forsætisráðherra fastur í fortíðinni

Sigmundur ferðaðist, að sögn aðstoðarmanns hans, aftur í tímann og er nú fastur í fortíðinni.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, segir Sigmund Davíð, forsætisráðherra, vera fastan í fortíðinni. Fréttastofa hefur síðan í gærmorgun reynt að fá upplýsingar frá Jóhannesi Þór um ferðir Sigmundar Davíðs og hafa þær verið gefnar í skrefum. Aðstoðarmaðurinn vill hins vegar ekki upplýsa um hvert hann fór en viðurkennir að Sigmundur hafi reynt að ferðast aftur í tímann til að leiðrétta mistök og þar er hann nú fastur.

Ekkert hefur heyrst frá forsætisráðherra undanfarið fyrir utan eitt furðulegt bréf um eiginkonu hans sem aðstoðarmenn hans fundu hoggið í stein við stjórnarráðið. 

Fjölmiðlar fá ekki upplýsingar um hvert Sigmundur Davíð fór og af hverju. Það eina sem Jóhannes Þór vill segja er að hann hafi ferðaðist með tímavél.