KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Ekki var hægt að gefa barni eina pítsusneið

Fellaskóli.

Starfsmenn mötuneytis Fellaskóla sýndu fádæma tilgangslausa hörku þegar þeir skildu ellefu ára stúlku eftir útundan í pítsuveislu sem var í skólanum á öskudag. 

Stúlkan kemur vanalega með nesti að heiman en kom með fimm hundruð krónur í skólann þennan dag og hélt hún gæti bara valsað inn í mötuneytið og fengið heila sneið. Starfsfólk hélt nú ekki og þurfti hún því að sleppa því að borða þennan dag þar sem móðir hennar hafði gert ráð fyrir að þetta væri hægt.

„Það þarf að sýna staðfestu hérna. Fyrst er það ein sneið en svo eru þau fljót að færa sig upp á skaftið,“ segir Bergrún Ásmundardóttir sem rekur mötuneyti skólans. „Við erum að spara og ein pítsusneið er sko alls ekki ókeypis. Hún getur nappað sneið upp úr ruslafötunni þegar börnin sem eru í áskrift hafa lokið sér af,“ segir Bergrún.

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, er ánægð með starfsfólk sitt í mötuneytinu. „Aðeins nemendur sem eru í mataráskrift fá að borða mat frá mötuneytinu. Mér er alveg sama þótt þetta sé bara ein sneið á einhverjum hátíðisdegi og að stúlkan hafi þurft að horfa á alla hina borða gómsæta pítsuna á meðan hún fékk ekki neitt. Ég er að ala upp einstaklinga hérna og þeir þurfa að læra að þú borgar eða étur það sem úti frýs. Þetta er góð lexía út í lífið,“ segir Sigurlaug.

Fréttastofa heyrði í borgarstjóra vegna málsins sem sagðist vera mjög hissa á „tussuskapnum“ í skólastjóranum.

„Maður bara, hérna... vá. Þvílík norn er þessi skólastjóri,“ sagði Dagur B. Eggertsson. „Ég veit að ég var búinn að segja skólastjórnendum að spara en róleg á pítsusneiðina kona.“