KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Samtök íslenskra gróðapunga byrjuð að skipta gróðanum

Allt komið í rífandi gang aftur.

Aðalfundur Samtaka íslenskra gróðapunga samþykkti í kvöld tillögu um að byrja skipta með sér gróðanum af eignaupptöku heimila og fyrirtækja landsmanna. Helstu rukkarar samtakanna munu fá hluta ágóðans í kaupauka sem getur numið allt að einum og hálfum milljarði króna samanlagt.
 
Kaupauka fá þeir fyrir að vera duglegir í vinnunni, mæta á fundi og grjóthalda kjafti um starfsemina. 
 
Eru fréttir af bónusgreiðslum og kaupaukum sannkallaðar gleðifréttir fyrir íslensku þjóðina og eiginlegur gæðastimpill á það að kerfið virkar. Núna loksins eftir hrunið er aftur hægt að moka út peningum bak við luktar dyr bankastofnanna og því hljóta að fagna allir góðir menn. Allt er orðið aftur eins og það á að vera.
 
Það er traustvekjandi að vita til þess að í íslensku samfélagi, ef maður er bara réttur maður á réttum stað, vel klæddur og tengdur rétt, þá verður manni umbunað ríkulega. Og þetta er bara byrjunin. Enn á eftir að selja allskonar góðgæti á tombóluverði og því enn hægt að gera góð kaup.
 
Nú er bara að krossleggja fingur og vona að "góða fólkið" komi ekki og eyðileggi allt.