KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Fjármálaráðherra veit ekki hvar peningarnar hans eru

Bjarni segist eiga svo mikið af peningum að hann viti ekkert hvar þeir eru geymdir.

„Hvernig átti ég að vita það að ég ætti félög í einhverju skattaskjóli? Ég er nú bara einhver fjármálaráðherra úti í bæ,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og einn þeirra þriggja ráðherra sem uppljóstrað hefur verið að tengjast þekktum skattaskjólum.

Bjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi hreinlega ekki vitað betur.

„Ég er bara fjármálaráðherra einhverra vitleysinga úti í miðju hafi og verð bara að viðurkenna að ég á svo mikið af peningum að ég veit ekkert hvar þeir eru. Þeir eru bara einhverstaðar,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að eftir að ljóst var að Skatta-Skjólmundur, forsætisráðherra, hefði átt milljarð í felum einhverstaðar hafði erlendur blaðamaður haft samband við hann og tjáð honum að félag í eigu Bjarna hafi verið skráð á Seychelles-eyjum sem er þekkt skattaskjól.

„Það fyrsta sem ég hugsaði var: þvílík tilviljun! Að bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra landsins tengjast báðir þekktum skattaskjólum. Ég varð bara svona aldeilis hlessa. Skemmtileg tilviljun,“ segir Bjarni og brosir í kampinn.