KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Algengara að bankaræningjar noti lögfræðinga en skotvopn

Konan í pelsinum með blakboltahausinn er ekki í vitorði með ræningjunum.

Bankaræningjarnir sem frömdu ránið í Borgartúni komust á brott með upphæð sem samsvarar þeirri sem bankinn sjálfur rænir viðskiptavini sína á dag í formi færslugjalda og afgreiðslugjalds. Mennirnir eru taldir vera vopnaðir en kannski voru þeir bara að koma beint af flugeldasölu fyrir annað kvöld.

Mikill viðbúnaður hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en menn gáfu sér samt tíma til að taka góðan göngutúr í Öskjuhlíðinni í verðurblíðunni.

Starfsfólki Landsbankans var að vonum brugðið þegar það áttaði sig á því að tveir rugludallar sem héldu að þeir væru staddir í bandarískjum sjónvarpsþætti væru mættir til að stela skiptimyntinni sinni. Ræningjarnir voru klæddir eftir veðri í skjólgóðum úlpum með hettu og huldu andlit sín eins og lögreglumennirnir sem nú eru á eftir þeim gera gjarnan.

Enginn hefur verið handtekinn en það er líklegast vegna þess að mönnunum hefur ekki gefist tími til að gorta sig af verknaðnum á barnum ennþá. Vopnuð bankarán eru afar sjaldgæf hér á landi en íslenskir bankaræningjar notast meira við lögfræðinga en skotvopn.