KVENNABLA&Eth;I&Eth;

Á niðurleið hefst að nýju á Stöð 2

Ingibjörg og eignarlaus eiginmaður hennar hann Jón Ásgeir.

Fimm nýir þættir af þáttaröðinni Á niðurleið verða sýndir á Stöð 2 í sumar. Næstu vikur verður fjallað um þekkta íslendinga sem hrapa nú með höfuðið á undan niður metorðastigann vegna notkunnar sinnar á skattaskjólum.

Sindri Sindrason er umsjónarmaður þáttanna og nú liggur leið hans til Tortóla þar sem hann mun heimsækja efnamikið fólk með allt niðrum sig og fá að skoða í skúffurnar þeirra og fræðast um ósvífni þeirra og undanskot.

Þetta er önnur þáttaröðin af þessum toga en í vetur fjallaði Sindri um fólk sem var á uppleið.

Í fyrsta þættinum, sem sýndur verður á sunnudagskvöld klukkan 19.35, kynnumst við Ingibjörgu Panamadóttur en hún er eigandi 356 miðla og fjölda annarra fyrirtækja sem notuð eru til að fela peninga og skekkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.